Gæðingafimi LH sýningargrein á Íslandsmóti

Mynd tekin af vefsvæði Sveitafélags Skagafjarðar
Mynd tekin af vefsvæði Sveitafélags Skagafjarðar

Keppt verður í gæðingafimi LH sem sýningargrein á Íslandsmótinu á Hólum um helgina. 

Keppnin verður utanhús á opnum hringvelli á föstudagskvöldinu kl 19:30.

Við treystum á brakandi blíðu og kvöldstillu þar sem þið getið fylgst með glæsilegum sýningum í gæðingafimi, einnig verður þessu eins og öðrum greinum á mótinu streymt á Alendis

Hugmyndin að þessari keppnisgrein er að sýna vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins. 

Það verður spennandi að sjá hver sigrar á 3. stigi en þar eigast við eftirfarandi pör

Hanna Rún Ingibergsdóttir og Harpa frá Engjavatni

Hulda Gústafsdóttir og Sesar frá Lönguskák

Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra Ási

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum

Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku sýna á 2.stigi 

Eftir landsþing 2018 var skipuð starfsnefnd um gæðingafimi sem falið var gera gæðingafimi að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum sambandsins. Gífurleg vinna hefur legið í því að móta reglurnar og hafa verið haldin prufumót auk þess sem meistardeild KS, Meistaradeild ungmenna og Meistaradeild líflands og æskunnar notaðist við reglurnar í vetur. Landsþing 2020 samþykkti að notast verði við reglurnar til reynslu fram að að landsþingi 2022 og þá verði reglurnar lagðar fyrir þingið til samþykktar. 

Hér er að finna allar upplýsingar og reglur um gæðingafimi LH  https://www.lhhestar.is/is/keppni/gaedingafimi-lh