Ekki missa af Allra sterkustu

Nú er stórsýningin Allra sterkustu rétt handan við hornið og miðasala í fullum gangi hér á vefnum. Ekki missa af þessu tækifæri til að berja okkar sterkustu knapa augum og styðja þannig við landsliðið.  

Við bendum á að allir sem kaupa mat í forsölu fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni.  Húsið opnar kl. 18:00 og þá hefst jafnframt happy hour og borðhald, við hvetjum því gesti til að mæta tímanlega.

Á matseðlinum er kjöt tvenna; krydd bakaðar kjúklingabringur og Dijon hjúpaður svínahryggur. Ásamt fersku blönduðu salati með fetaosti. Rauðkáli, grænum baunum, maískorni og kartöflusalati.

Þá er sala happdrættismiða í fullum gangi og eru vinningarnir ekki af verri endanum. Við þökkum styrktaraðilum okkar kærlega fyrir þessa flottu vinning.

Á dagskrá kvöldsins er úrslitakeppni í fjórgangi, fimmgangi, tölti, slaktaumatölti og sýning u21 landsliðsins. Það er ljóst að mikils er að vænta enda hestakostur kvöldsins með því betra sem gerist.

Hægt er að nálgast miða í forsölu hér á vefnum, en einnig milli kl. 17-19 á morgun föstudag og frá kl. 16 á laugardag í TM reiðhöllinni í Víðidal.

Miðasala stóðhestaveltunnar hefst í vefverslun LH á morgun föstudaginn 5. maí kl. 10. Í boði eru 100 stóðhestar og hver keyptur miði veitir aðgang fyrir eina hryssu undir hátt dæmdan stóðhest á árinu 2023. Girðingagjald er ekki innifalið. Upplýsingar um þá stóðhesta sem eru í pottinum má finna hér.

Við hvetjum alla hestamenn til að sýna landsliðinu okkar stuðning með því að mæta á sýninguna og upplifa einstaka stemningu, kaupa landsliðsbol, taka þátt í happdrættinu og auðvitað reyna að tryggja sér miða undir einn af okkar bestu stóðhestum með þátttöku í stóðhestaveltunni. Það styttist í HM styðjum liðið okkar alla leið að gullinu!

Allra sterkustu - aðgöngumiðiAllra sterkustu - með kvöldverði