Fréttir

Tumi frá Jarðbrú

Stóðhestavelta landsliðsins

10.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins hefst föstudaginn 17. maí í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Stóðhestavelta landsliðs Íslands í hestaíþróttum

09.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins hefst föstudaginn 17. maí í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins.

Fróðleikur fyrir keppnistímabilið

08.05.2024
Á fyrstu mótum ársins haf orðið nokkur atvik sem gott er að draga lærdóm af, með þau í farteskinu er hægt að forðast það að sömu mál komi ítrekað upp. Mótasvið mun á tímabilinu birta reglulega pistla um ýmis atriði um mótahaldið til fróðleiks og útskýringa.

Hádegisfyrirlestur um þróun kappreiða

07.05.2024
Fyrirlestur Sigurbjörns Bárðarsonar um þróun kappreiða hér á landi.

Gerum betur, hjálpumst að!

06.05.2024
Nú er mótahaldið komið á fullt og heilmikið framundan á Landsmótsári. Mótahaldið fer fram eftir lögum og reglum LH og Feif og allir sem að mótahaldinu koma, mótshaldarar, keppendur, dómarar og starfsfólk móta vinna undir siðareglum LH.

Landsliðsdagur U21 og hæfileikamótunar

30.04.2024
Á laugardaginn fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur dagur hjá U21-landsliðshópi og Hæfileikamótun LH. Veg og vanda að skipulagningu dagsins áttu landsliðsnefnd auk Sigvalda Lárusar Guðmundssonar yfirþjálfara hæfileikamótunar og Heklu Katharínu Kristinsdóttur landsliðsþjálfara U21. Þátttakendur hittust í Hestamiðstöðinni Dal þar sem vel var tekið á móti þeim. Segja má að dagurinn hafi verið lokapunkturinn í starfi vetrarins og mikilvægt innlegg fyrir komandi keppnistímabil. Þarna voru saman komnir um 50 afreksknapar framtíðarinnar og það er ljóst að með þessum glæsilega hópi er framtíðin björt í hestaíþróttum.

Hádegisfyrirlestur - þróun kappreiða

24.04.2024
Útbreiðslu og nýliðunarnefnd stendur býður upp á hádegisfyrirlestra á Teams um ýmislegt áhugavert og fræðandi í tenglsum við hestamennsku. Fyrirlestrarnir eru stuttir eða um 30 -45 mínútur. Gefinn er kostur á spurningum á þeim loknum. Aðgangur er ókeypis.

Enn tækifæri til að sækja um Youth Cup

22.04.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Dómur í máli Jóhanns R. Skúlasonar gegn LH

08.04.2024
Með dómi Áfrýjunardómsstóls ÍSÍ þann 5. apríl 2024 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd LH hafi verið óheimilt að vísa landsliðsmanninum Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðshópi Íslands, þann 31. október 2021. Niðurstaða dómstólsins byggir á þeirri forsendu að brottvísunin hafi ekki verið heimil á grundvelli þeirrar lagagreinar íþróttalaga og laga ÍSÍ sem vísað var til í yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar sama dag.