Fréttir

Spennandi kennslusýningar á menntadegi landsliðisins

11.12.2023
Menntadagur A-landsliðis Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 16. des í Lýsis höllinni Víðidal. Þar munu okkar fremstu knapar vera með kennslusýningar, auk þess sem skrifað verður undir samstarfssamning milli LH og Háskólans á Hólum. Hádegismatur verður seldur í veitingasalnum. Miðaverð er 5000 krónur og rennur allur ágóði til landsliðisins. Hægt er að kaupa miða á vefsíðu LH.

Landslið Íslands 2024

07.12.2023
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur valið úrtakshóp sinn fyrir starfsárið 2024. Eftir frábæran árangu á liðnu ári þar sem Heimsmeistaramótið í Hollandi var hápunkturinn er ljóst að Ísland á tækifæri á að senda stóran hóp á næsta HM sem haldið verður í Sviss árið 2025 og undirbúningur er þegar farinn á fullan skrið. Verkefni ársins eru mikil en hápunkturinn verður Norðurlandamótið í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi þar sem norðurlandaþjóðirnar etja kappi bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni og glöggt má sjá að hugur Sigurbjörns í sínu vali er einnig að sækja styrk í öfluga gæðingakeppnisknapa í bland við ríkjandi heimsmeistara og aðra knapa sem skarað hafa framúr á liðnu ári.

Forsala miða á Landsmót hestamanna

04.12.2023
Tryggðu þér miða á forsöluverði á Landsmót hestamanna næsta sumar. Verð á vikupassa fyrir fullorðna er 21.900kr fram að áramótum. Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 1.-7.júlí 2024 af hestamannafélögunum Spretti og Fáki og undirbúningur er í fullum gangi!

U-21 landsliðshópur 2024

04.12.2023
Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum hefur nú valið fyrsta úrtak landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024. Framundan eru heilmikil verkefni hjá hópnum en landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.

Menntadagur A-landsliðsins - Leiðin að gullinu

01.12.2023
Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í Lýsisreiðhöllinni í Víðidal þann 16. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu.

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 með frábærum fyrirlesurum og spennandi pallborði

28.11.2023
Menntanefnd LH í samstarfi við Horses of Iceland, stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukinn þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni.

Formannafundur LH 2023

28.11.2023
Formannafundur LH var haldinn laugardaginn 18. nóvember sl. Fundinn sóttu um 60 manns frá 27 hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í undirbúning Landsþings 2024.

Svipmyndir frá formannafundi og uppskeruhátíð

27.11.2023
Laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn fór fram bæði formannafundur LH og uppskeruhátíð.  Dagurinn einkenndist af gleði og samvinnu þar sem litið var yfir farinn veg á árinu en einnig horft fram á veginn og næstu verkefni sett af stað. Hér meðfylgjandi má sjá eitt af þeim glæsilegu videoum sem Óskar Nikulásson útbjó fyrir hátíðina, þá er einnig meðfylgjandi svipmyndir frá formannafundinum og uppskeruhátíðinni.  

Fundur um aukið samstarf LH og Háskólans á Hólum

23.11.2023
Í vikunni voru lögð drög að samkomulagi á milli LH og Hólaskóla um stóraukið samstarf sem miðar að auknum stuðningi við menntun afreksknapa landsliðanna og hæfileikamótunarhóp LH. Er stefnt að því að samningur verði kláraður, kynntur og undirritaður í