Vilja ekki raska aldursflokka skiptingu

Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.

Tillaga Fáks er svohljóðandi:

„Kafli 4.2 um styrkleikaskiptingu opins flokks
Bætt verði við „Ungmennum er heimilt að keppa í meistaraflokki hafi parið (knapinn og hesturinn) náð lágmarkseinkunn til þess. Eftir að keppnisparið hefur tekið þátt í meistaraflokki einu sinni á keppnisárinu þá verður það að keppa í viðkomandi grein í þeim flokki út keppnisárið þ.m.t. á Íslandsmóti fullorðinna en hefur ekki rétt til að keppa í ungmennaflokki á Íslandsmóti barna-, unglinga og ungmenna í viðkomandi grein. Árangur í meistaraflokki telst ekki til stigasöfnunar í ungmennaflokki.“

Keppnisnefnd telur aldursflokkaskiptinug góða eins og hún er og ekki sé ástæða til að raska henni. Bendir hún á að Norrænir sportfulltrúar hyggist færa aldursflokkamörk sín, til dæmis á Norðurlandamótum, til samræmis við aldursflokkaskiptingu á Íslandi.