Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta

 

Senn líður að Uppsveitadeildinni 2016. Keppendur úr hestamannafélögunum Loga, Smára og Trausta munu þá draga fram keppnishesta sína og etja kappi um sigur í fjórgangi, fimmgangi, tölti og fljúgandi skeiði, sem fyrr. Auk verðlauna fyrir sigur í hverri keppnisgrein fyrir sig, verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta keppnisliðið sem og stigahæsta einstaklinginn í lok keppnisraðarinnar.

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2016, hefst föstudagskvöldið 19. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Þá verður keppt í fjórgangi. Keppni í fimmgangi verður haldin föstudagskvöldið 18. mars. Töltkeppnin og fljúgandi skeið verður svo haldið þann 8. apríl. Það er jafnframt síðasti keppnisdagur í mótaröðinni.

Sigurvegarar Uppsveitadeildarinnar í fjórgangi, fimmgangi og tölti öðlast keppnisrétt í nýrri keppni, Meistarar meistaranna, sem verður haldin í Sprettshöllinni í Kópavogi þann 15. apríl.

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta er rekin af Reiðhöllinni Flúðum í samstarfi við Flúðasveppi.