Ungir og efnilegir á ís

Ölnir frá Akranesi.
Ölnir frá Akranesi.
Stóðhestakynningin á Ístöltinu er alltaf spennandi dagskrárliður þessa glæsilega kvölds og hestamenn geta farið að láta sér hlakka til laugardagskvöldsins 5. apríl n.k. Um átta stóðhestar mæta í Laugardalinn ásamt knöpum sínum og sýna hrossaræktendum kosti sína á svellinu.

Stóðhestakynningin á Ístöltinu er alltaf spennandi dagskrárliður þessa glæsilega kvölds og hestamenn geta farið að láta sér hlakka til laugardagskvöldsins 5. apríl n.k. Um átta stóðhestar mæta í Laugardalinn ásamt knöpum sínum og sýna hrossaræktendum kosti sína á svellinu.

Hér verða fyrstu þrír stóðhestarnir kynntir.

Ölnir frá Akranesi er rauðblesóttur foli á fimmta vetur og varð annar hæst dæmdi 4v stóðhesturinn 2013. Hann er undan Glotta frá Sveinatungu og Örk frá Akranesi. Ölnir hlaut 8.33 í aðaleinkunn, þar af 9.0 fyrir tölt og vilja og geðslag. Ölnir er úr ræktun Smára Njálssonar og í eigu Margrétarhofs.

Pistill frá Litlu-Brekku verður sjö vetra í vor. Hann er brúnnn að lit, undan Mola frá Skriðu og Prinsessu frá Litla-Dunhaga (Baldursdóttir frá Bakka). Pistill fyrstu verðlauna klárhestur með 9.0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og 8.10 í aðaleinkunn. Pistill er ræktaður af Vigni Sigurðssyni og fjölskyldu og í eigu Hestvits. 

Daggar frá Einhamri er annar efnilegur foli á fimmta vetur og hlaut 8.42 fyrir hæfileika í fyrra aðeins 4v gamall, þar af 9.0 fyrir tölt og vilja og geðslag. Daggar er jarpur að lit, undan Orra frá Þúfu og Gustu frá Litla-Kambi (Gustsdóttir frá Hóli). Daggar er úr ræktun hjónanna Hjörleifs Jónssonar og Sifjar Ólafsdóttur í Einhamri við Akranes og jafnframt í þeirra eigu. 

Miðar á Ístölt verða seldir í Líflandi, Top Reiter og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi frá og með þriðjudeginum 1. apríl og kostar miðinn kr. 3.500. Einnig verða seldir happdrættismiðar, þar sem verðlaunin eru m.a.: folatollur undir Jarl frá Árbæjarhjáleigu, hótelgisting á nýju hóteli Stracta á Hellu, miðar á Landsmót hestamanna o.fl. Happdrættismiðinn kostar 1.000 kr.