Tilkynning frá Landssambandi hestamannafélaga

Vegna umræðu sem verið hefur í kjölfar lyfjaprófs sem tekið var í Meistaradeild í hestaíþróttum og reyndist jákvætt vill Landssamband hestamannafélaga taka fram að lyfjaráð hefur ákært á grundvelli þeirra niðurstöðu og málið því komið til dómstóls ÍSÍ til meðferðar.
Ekkert er frekar um málið að segja fyrr en dómstóllinn hefur fjallað um málið og birt sína niðurstöðu.