Sýkingin í lokuðum vatnsbólum

Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.

Hrossin hafi valið að krafsa sig niður úr snjónum í vatn á tjörnunum í stað þess að fara lengri leið í læk, sem er í landinu. Um er að ræða tjarnir sem ekki er sírennsli í gegnum, heldur aðeins yfirborðsvatn og grunnvatn. Stundum kölluð lokuð vatnsból eða dauð vatnsból. En það er einmitt í slíkum vatnsbólum, sem salmonellu sýking getur náð sér fyrir í. Oftast eru það fuglar, hrafnar og mávar, sem bera sýkinguna í vatnsbólin.

Ekki hafa komið upp neinar vísbendingar um að hross á sama svæði séu sýkt af salmonellu. Svo virðist sem sýkingin sé bundin við þetta tiltekna hólf. Hestafólki á svæðinu er þó bent á að sýna fyllstu aðgæslu og hreinlæti. Salmonellu sýking á sér nær eingöngu stað ef sýkillinn kemst í meltingarveg, í gegn um munn.