Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið

Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt þrjá fulltrúa. Tvo í fullorðinsflokk þau Jóhönnu Margréti og Bárð frá Melabergi og Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofiog einn í ungmennaflokki Jón Ársæl og Frá frá Sandhól. Allir okkar keppendur buðu upp á glæsilegar sýningar. Jóhanna og Bárður hlutu 7,77 í einkunn og enda þar með í 3 sæti. Viðar og Þór hlutu 7,53 og enduðu í 5 sæti. Jón Ársæll og Frár komu svo af feiknarkrafti inn í síðasta holl dagsins og hlutu í einkunn 7,37 og eru þar með langefstir í ungmennaflokk og í sjönduna sæti af öllum keppendum dagsins. Glæsilegur árangur það.

Næst á dagskrá er yfirlitið fyrir 7 ára og eldri merar og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Kötlu frá Hemlu ll sýnandi, Árni Börn Pálsson og Hersir frá Húsavík, sýnandi Teitur Árnason. Katla hlaut 8,75 í aðaleinkun á þriðjudaginn og var hæst dæmd í sýnum flokki. Hersir var annar hæstur með 8,55 á eftir Kolgrím Grímsson från Gunvarbyn sem hlaut 8,71. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.

Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fjóra fulltrúa. Elvar og Fjalladís eiga sem stendur besta tíman og verður spennandi að sjá hvernig þeim sem og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.