Stofnun afrekshóps LH

Íslenska landsliðið á HM2013 í Berlín / Rut Sig.
Íslenska landsliðið á HM2013 í Berlín / Rut Sig.

Landsambandssamband hestamannafélaga hefur að undanförnu undirbúið stofnun afrekshóps. Að undirbúningnum komu fulltrúar æskulýðs– og menntanefndar LH, formaður landsliðsnefndar og liðstjóri landsliðsins, auk formanns og varaformanns LH.

Verkefnastjóri hefur verið ráðinn Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri landsliðsins og mun hann fá valinkunna fagmenn sér til aðstoðar.

Innan skamms verður auglýst eftir umsóknum í hópinn en miðað er við að þátttakendur séu á aldrinum  17 til 21 árs á keppnisárinu (síðasta ár unglingaflokks og ungmennaflokkur).

Tilgangur stofnunar hópsins er að halda utan um og efla unga afreksknapa Íslands.

Fh. Landssambands hestamannafélaga,
Lárus Ástmar Hannesson