Stóðhestavelta 100 af bestu stóðhestum landsins

Sólfaxi frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson
Sólfaxi frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Jökull frá Rauðalæk 8,49
Jökull frá Rauðalæk hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hófa og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk og bak og lend. Myndband af Jökli

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 8,61
Sirkus er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2016. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og hefur hæst hlotið 8,85 fyrir hæfileika. Myndband af Sirkusi

Sólfaxi frá Herríðarhóli 8,51
Sólfaxi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,69, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og samræmi, og fyrir hæfileika 8,41, þar af 10,0 fyrir tölt og hægt tölt, 9,5 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið. Hann var annar hæst dæmdi stóðhestur í flokki 6 vetra hesta á landsmóti 2022. Myndband af Sólfaxa

Huginn frá Bergi 8,52
Huginn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,44 og fyrir hæfileika 8,58, þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag, hófa og prúðleika og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfleikadóms. Myndband af Huginn

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 8,54
Skugga-Sveinn er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,51 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og hófa.

Vákur frá Vatnsenda 8,36
Vákur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, hægt stökk, fet og fegurð í reið. Vákur hefur átt farsælan keppnisferil í fjórgangi. Myndband af Váki

Aspar frá Hjarðartúni 8,16
Aspar hefur hlotið í sköpulag 8,18 og fyrir hæfileika 8,15, þar af 9,0 fyrir tölt, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Aspar var í verðlaunasæti í flokki 4ra vetra stóðhesta á landsmóti 2022.

Knár frá Ytra-Vallholti 8,47
Knár er með 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fet og samræmi í kynbótadómi. Knár hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 2022. Myndband af Kná

Hnokki frá Eylandi 8,52
Hnokki er hátt dæmdur klárhestur og hefur í kynbótadómi hlotið 8,61 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk og samstarfsvilja, 9,0 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk.  Myndband af Hnokka

Dagur frá Hjarðartúni 8,07
Dagur frá Hjarðartúni hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Dagur hefur átt farsælan keppnisferil og varð Íslandsmeistari í fjórgangi ungmennaflokki 2016 og 2017 og Íslandsmeistari í tölti ungmennaflokki 2015 og 2016. Myndband af Degi