Sorgleg jól hestamanna í Mosfellsbæ

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.

Hrossin fjörutíu eru í eigu allmargra hestamanna í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa misst einn og upp í fjóra reiðhesta. Til dæmis hefur Árni Páll Árnason, þingmaður, misst þrjá reiðhesta og sá fjórði er veikur. Björn Steinsbjörnsson, einn þeirra dýralækna sem hjúkrar hrossunum, segir að útlitið sé vissulega ekki bjart hvað varðar þau hross sem þegar hafa veikst. Tímasetningin sé líka eins óskemmtileg og hugsast getur. Þó hafi náðst að rétta við nokkur hross með meðhöndlun, sem sé vissulega gleðiefni.

„Þetta er mjög tímafrek og erfið meðhöndlun. Í fyrsta lagi er hrossunum gefið fúkkalyf. Vegna mikils vökvataps þarf síðan að gefa þeim vökva og glúkósa í æð, fimm lítra á sólarhring. Og síðan gefum við þeim hafraseiði í gegnum nös til að reyna að stemma meltinguna. Þetta er líkamlegt og andlegt erfiði fyrir alla þá sem að því koma,“ segir Björn.