Skráningu lýkur í dag

Skráningu á Íslandsmót yngri flokka lýkur í dag, fimmtudaginn 19. júlí kl 23:59.

Skráningu á Íslandsmót yngri flokka lýkur í dag, fimmtudaginn 19. júlí kl 23:59, skráningargjald er 4000 kr á hverja skráningu og er skráningargjald greitt um leið og skráð er. Öll skráning og greiðsla skráningargjalda fer fram á skraning.is undir viðburði Íslandsmót Yngriflokka.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum

Börn: tölt T1, fjórgangur og fimi A.

Unglingar: tölt T1, tölt T4, fjórgangur, fimmgangur, fimi A, 100m skeið og gæðingaskeið.

Ungmenni: tölt T1, tölt T4, fjórgangur, fimmgangur, fimi A2, 100m skeið og gæðingaskeið.

 

Stefnt er að því að tölt T1 í öllum aldursflokkum muni vera einn keppandi inná vellinum í einu, jafnvel einnig í fjórgangi ungmenna. En í öllum öðrum hringvallargreinum verði 3 keppendur inná vellinum í einu. Mun þetta allt fara eftir fjölda skráninga í hverjum flokki.

Klár í keppni er orðin hluti af Landsmóti og verður einnig á Íslandsmóti fullorðna í ár. Við hjá Geysir höfum ákveðið að taka þátt í þessu átaki um að vera einungis að keppa á heilbrigðum hestum og höfum fengið dýralæknir í samstarf við okkur sambandi við það. Mun þetta verða með svipuðu sniði og Klár í keppni, þannig að dýralæknir mun skoða öll hross sem taka þátt í keppni á Íslandsmóti Yngriflokka sem fram fer á Gaddstaðaflötum við Hellu. Skal þessi heilbrigðisskoðun fara fram á staðnum og ákveðnum tíma fyrir hverja grein. Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum við að fræða ungviðið um að heilbrigði hestsins sé í fyrirrúmi þegar í keppni er komið. Verða tímasetningar á þessum heilbrigðisskoðunum auglýstar með dagskránni þegar hún er tilbúin.

 

Fyrir þá sem vantar hesthúspláss, beitarhólf eða eru að velta fyrir sér gistingu á svæðinu geta haft samband við Guðmund Guðmundsson í síma 8614334.

 

Aðalstyrktaraðilar mótsins eru:

Margrétarhof

Lúðvík Bergmann (Búaðföng, Bakkakot, Foss og Hungurfit)

Mótanefnd