Sigurbjörn engum líkur!

Sigurbjörn Bárðarson knapi ársins, íþróttaknapi ársins og skeiðknapi ársins 2010.
Sigurbjörn Bárðarson knapi ársins, íþróttaknapi ársins og skeiðknapi ársins 2010.
Sigurbjörn Bárðarson er engum líkur en hann kom, sá og sigraði á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var hátíðlega á Broadway síðastliðin laugardag, 6.nóv. Sigurbjörn var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum sem knapi ársins en aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú. Sigurbjörn Bárðarson er engum líkur en hann kom, sá og sigraði á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var hátíðlega á Broadway síðastliðin laugardag, 6.nóv. Sigurbjörn var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum sem knapi ársins en aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú. Sigurbjörn fór mikinn á keppnisvellinum á árinu og sópaði að sér verðlaunum á þeim mótum sem haldin voru á þessu sérstæða keppnistímabili. Sigurbjörn sigraði Meistaradeild VÍS í vor, var þrefaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum, sigraði A-flokk Meistaramóts Andvara fimmta árið í röð og betrumbætti eigið met í 150m skeiði tekið á rafrænum tímatökubúnaði. Glæsilegur árangur hjá Sigurbirni sem seint verður leikið eftir.

Efnilegasti knapinn árið 2010 var Hekla Katharina Kristinsdóttir úr hestamannafélaginu Geysi, Hellu. Hún var Íslandsmeistari ungmenna í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum. Ungur og efnilegur knapi sem á framtíðina fyrir sér.

Gæðingaknapi ársins 2010 var Sigursteinn Sumarliðason úr hestamannafélaginu Sleipni, Selfossi. Hann sigraði í bæði A og B-flokki gæðinga á opnu gæðingamóti Sleipnis, var öflugur keppandi á þeim gæðingamótum sem haldin voru og kom oftar en ekki fleiri en einum hesti í úrslit.

Kynbótaknapi ársins 2010 var Bjarni Jónasson úr hestamannafélaginu Léttfeta, Skagafirði. Hann sýndi 31 hross til kynbótadóms í ár og hlutu 19 þeirra 1.verðlaun með meðaltal 8,23 fyrir hæfileika. Þeirra hæst fór Vænting frá Brúnastöðum með 8,85 fyrir hæfileika.

Landssamband hestamannafélaga óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar.