Samningur um LM 2022 undirritaður

Sverrir Einarsson formaður Spretts og Lárus Ástmar Hannesson formaður LH handsala samninginn
Sverrir Einarsson formaður Spretts og Lárus Ástmar Hannesson formaður LH handsala samninginn

Á setningarathöfn Áhugamannadeildarinnar var skrifað var undir samning milli Landsmóts ehf. og Hestamannafélagsins Spretts um að halda Landsmót 2022. Mótið verður haldið á félagssvæði Hestamannfélagsins Spretts á Kjóavöllum dagna 4. til 10. júlí. Samningurinn byggist á viljayfirlýsingu sem LM ehf. og Sprettur gerðu á vormánuðum 2016 og er í sama formi og samningur sem gerður var við Fák um landsmót 2018 og Rangárbakka um landsmót 2020, þ.e. rekstur mótsins verður alfarið á höndum félagsins.

Sprettur er fjölmennasta hestmannafélagið á landinu með um 1600 iðkendur og mikill kraftur hefur verið í félagsstarfi þar. Góðar aðstæður eru á félagssvæðinu og samningurinn gefur tækifæri til að byggja enn meira upp á svæðinu, það má því segja að spennandi tímar séu framundan hjá Spretti.

Það voru þrír stjórnarmenn í LM ehf. sem undirrituðu samninginn, þeir Lárus Ástmar Hannesson og Ólafur Þórisson frá LH og Sveinn Steinarsson frá Félagi hrossabænda, ásamt formanni Spretts, Sverri Einarssyni.

Þess má geta að LM ehf. hefur nú þegar auglýst landsmót 2024 til úthlutunar.

  • Ólafur Þórisson, Sveinn Steinarsson, Sverrir Einarsson, Lárus Ástmar Hannesson og Pétur Örn Sverrisson
  • Sverrir Einarsson formaður Spretts og Lárus Ástmar Hannesson formaður LH
  • Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Sverrir Einarsson formaður Spretts
  • Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda, Sverrir Einarsson formaður Spretts, Ólafur Þórisson stjórnarmaður í LM ehf.