Opna Norðurlandsmótið

Opna Norðurlandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 25. – 27. maí.

Opna Norðurlandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 25. – 27. maí.

Keppnisgreinar:

  • Fullorðnir: Tölt Fjórgangur Fimmgangur Gæðingaskeið Tölt T2
  • Ungmennaflokkur: Tölt Fjórgangur Fimmgangur
  • Unglingaflokkur: Tölt Fjórgangur
  • Barnaflokkur: Tölt Fjórgangur

Mótanefnd Léttis áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki fæst næg þátttaka.
Skráningin fer fram á netfanginu lettir@lettir.is. Skráningu í mótið lýkur þriðjudagskvöldið 22. maí kl 23:59.
Skráningargjaldið er 4.000 kr.- á hverja skráningu. Greiðsla verður að hafa borist kl 12:00 á miðvikudeginum 23.maí Greiða þarf skráningargjöldin inná reikning Léttis 0302-26-15839 kt. 430269-6749.

ÞAÐ SEM ÞARF AÐ KOMA FRAM Í SKRÁNINGU ER EFTIRFARANDI:
1. Nafn og Kennitala knapa
2. IS númer hests
3. hvaða grein er verið að skrá í
4. Fyrir hvaða hestamannafélag viðkomandi knapi keppir fyrir. .

EF EFTIRFARANDI ER EKKI RÉTT SKRÁÐ ER SKRÁNING ÓGILD!

Endanleg dagskrá mótsins og nákvæmari mun birtast síðar.
Mótanefnd Léttis óskar eftir starfsfólki sem getur liðsinnt henni með þetta gríðarstóra mót. Áhugasamir geta haft samband við Mótanefnd.