Nýir farandbikarar á Íslandsmóti

Nýir farandbikarar verða afhentir á Íslandsmótinu á Hólum. Ákveðið var að halda áfram að veita Friðþjófssköldinn í gæðingaskeiði en hann var gefin af vinum í minningu Friðþjófs Þorkellssonar frumkvöðuls gæðingaskeiðsins og var gefin í fyrsta sinn árið 2008 sama ár og hann lést.  Nýir gripir verða veittir í öllum öðrum greinum, ætlunin er að þeir verði veittir tólf sinnum og gefandi fái svo bikarinn til varðveislu eftir það. Gefendur gripanna eru að mestu hestamannafélög en það eru líka einstaklingar og hrossaræktarbú og þakkar stjórn LH þeim kærlega fyrir þeirra framlag í því að gera þetta að veruleika á þessu móti. 

Fyrstu Íslandsmeistararnir verða krýndir á fimmtudagskvöld að loknum kappreiðum.

Hér má sjá hverjir gefa hvaða gripi

Tölt T1 meistarflokki, gefandi Helgi Jón Harðarson
Tölt T1 ungmennaflokki, gefandi Stangarlækur 1

Fjórgangur V1 meistarflokki, gefandi hestamannafélagið Sprettur
Fjórgangur V1 ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Sprettur

Fimmgangur F1 meistaraflokki, gefandi hestamannafélagið Skagfirðigur
Fimmgangur F1 ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Skagfirðingur

Slaktaumatölt T2 meistaraflokki, gefandi Hornhestar
Slaktumatölt T2 ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Þytur

250m skeið meistaraflokki, gefandi hestamannfélagið Hörður
150m skeið meistaraflokki, gefandi hestamannafélagið Hörður
150m skeið ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Hörður

100m skeið meistaraflokki, gefandi hestamannafélagið Fákur
100m skeið ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Fákur

Gæðingaskeið PP1 ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Geysir

Samanlagður fjórgangssigurvegari í meistaraflokki, gefandi hestamannafélagið Sindri
Samanlagður fjórgangssigurvegari í ungmennaflokki, gefandi hestamannafélagið Ljúfur

Samanlagður fimmgangssigurvegari í meistaraflokki, gefandi æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Sörla
Samanlagður fimmgangssigurvegari í ungmennaflokki, gefandi æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Sörla