NM2012 handan við hornið

Hafliði liðsstjóri og Valíant frá Heggsstöðum.
Hafliði liðsstjóri og Valíant frá Heggsstöðum.
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 1. - 5. ágúst n.k. Ísland sendir átján knapa á mótið, 10 fullorðna og 8 unglinga/ungmenni.

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 1. - 5. ágúst n.k. Ísland sendir átján knapa á mótið, 10 fullorðna og 8 unglinga/ungmenni.

Norðurlandamótið er eitt sterkasta alþjóðlega mótið í Íslandshestaheiminum þetta árið og því ljóst að keppnin verður hörð og hart barist um efstu sætin.

Íslensku knaparnir útvega sér hesta sjálfir en þó er hægt að aðstoða unglingar/ungmenni ef þess gerist þörf.

Margir mjög frambærilegir knapar hafa sótt um að komast í íslenska landsliðið en tilkynnt verður um val liðsins um miðjan júlí.

 

NM2012