Myndbönd af öllum hrossum frá LM2016 á www.worldfengur.com

Nú verður hægt að skoða öll þau hross sem tóku þátt á Landsmóti 2016 á www.worldfengur.com undir flipanum LM MYNDBÖND. Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Bændasamtaka Íslands og Landsmóts ehf. sem felur í sér að auka aðgengi af bestu keppnishrossum okkar til áhugafólks um íslenska hestsins um allan heim og á sama tíma er verið að koma myndefninu til varðveislu í upprunaættbók íslenska hestsins.
Þessi vinna er langt komin en lögð var áhersla á að koma fyrst inn kynbótahrossum, og er því verki lokið, síðan er vinna í fullum gangi með forkeppni, milliriðla og úrslit í gæðingakeppninni sem og tölt-og skeiðgreinum. Stefnt er að því að búið verði að koma öllum myndböndum af síðustu tveimur landsmótum, 2014 og 2016, inn á þessu ári.
Nú er einnig hægt að skoða myndböndin á fleiri stöðum í WorldFeng. Þannig er nú hægt að skoða myndbandið beint frá dómasíðu hrossins, og síðar er hugmyndin að hægt verði að leita að öllum myndböndum af hrossum sem hafa fengið 8,5 eða hærra fyrir tölt í kynbótasýningu svo dæmi sé tekið.
Áskrifendur WorldFengs geta keypt sér sérstakan aðgang til þess að horfa á myndböndin og gildir aðgangurinn í eitt ár frá kaupum. Aðgangurinn kostar 4900 kr.
Til þess að kaupa aðgang skráir notandi sig inn í WorldFeng, smellir á LM MYNDBÖND í valstikunni vinstra megin á síðunni, því næst er notandinn leiddur inn á örugga greiðslusíðu til þess að ganga frá kaupunum.