Mustad styrkir íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K…
Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM

Mustad er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM skrifuðu undir samstarfssamning til tveggja ára.

ÓJ&K-ISAM er umboðsaðili Mustad á Íslandi. Mustad skeifur og járningarvöru eru í fremsta gæðaflokki. Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikilvægur enda stutt Heimsmeistaramótið í Hollandi.

Landssamband hestamannafélaga þakkar stuðninginn.