Mótaröð Léttis að hefjast

Hin stórkostlega og rótgróna Léttis mótaröð (gamla KEA) hefst þann 16. febrúar 2018.

Hér erum við að tala um opna einstaklingskeppni fyrir reynslumeiri knapa til að sýna sig og sanna þar sem stigasöfnun kemur til með að ráða úrslitum í lok deildarinnar.

Breytingar sem taka gildi fyrir núverandi keppnistímabil eru þær að TVEIR hestar verða leyfðir á knapa, eingöngu efri hesturinn gildir til stiga. Einnig var gerð sú breyting að efsti hestur b-úrslita ríður ekki a-úrslitin. Sú ákvörðun var tekin út frá dýraverndar sjónarmiði..
Aldurstakmark í deildina er 18 ár.

Keppni fer fram á föstudagskvöldum og er það gert til að mæta betur kröfum áhorfenda og er röðin á mótunum sem hér segir.

16. febrúar: Fjórgangur (V1)
2. mars: Fimmgangur(F1)
23. mars: Tölt (T2) og skeið
6. apríl (LOKAKVÖLD): Tölt (T1)

Hvert mót fer þannig fram að:

Kl. 17:00 knapafundur
Kl. 17:45 reiðhöll lokað fyrir allri umferð
Kl. 18:00 forkeppni hefst

Forkeppni

30 mínútna hlé
B-úrslit
15 mínútna hlé
A-úrslit

Skráning fer fram á sportfeng. Lokaskráningarfrestur fyrir fyrsta mótið er þriðjudaginn 13 febrúar á miðnætti. Skráningargjald er hið sama og í fyrra eða 3500kr á hest.

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Mótanefnd Léttis 2018