Kappi keyrir á öllum vélum

Nú var að koma nýtt uppsetningarforrit yfir Kappa og GagnaKappa. Forritið setur upp Interbase, Kappa og GagnaKappa og virðist virka á allar Windows vélar, óháð stýrikerfi og óháð því hvort um 32 eða 64 bita vélar er að ræða.

Forritið setur upp útgáfu 2.0.0 af Kappa sem þó er að öllu leyti eins í allri virkni eins og Kappi 1.9.2. Þeir sem eru með útgáfu 1.9.2 sem virkar þurfa því ekki að uppfæra að svo stöddu. Eldri útgáfur en hana á hins vegar ekki að nota.

Slóðin á uppsetningarleiðbeiningar er þessi: http://stodir.bondi.is/KAPPI/Hvernig_Er_Kappi_Settur_Upp.pdf

Opnið leiðbeiningarnar og fylgið þeim í smáatriðum. Í þeim er slóð á nýja uppsetningarforritið.