Kappanámskeið í Reykjavík 8.maí

Tölvunefnd LH heldur seinna námskeiðið í Reykjavík í notkun mótaforritanna Kappa og Sportfengs í C-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal þriðjudagskvöldið 8.maí og hefst það kl. 19:30.

Tölvunefnd LH heldur seinna námskeiðið í Reykjavík í notkun mótaforritanna Kappa og Sportfengs í C-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal þriðjudagskvöldið 8.maí og hefst það kl. 19:30.

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félaga í LH og tekur um það bil 2 klst.

Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér tölvu, námskeiðsgögn verða afhent á staðnum og eru þau Handbók Sportfengs og Kappa, sem einnig má finna hér á vef LH undir "Keppnismál".

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á netfangið hilda@landsmot.is