Íslandsmót í fullum gangi

Verðlaunahafar í 250m skeiði / Mynd: Eiðfaxi
Verðlaunahafar í 250m skeiði / Mynd: Eiðfaxi

Íslandsmót bæði fullorðinna og yngri flokka eru í fullum gangi á félagssvæði Spretts á Kjóavöllum. Í dag fara fram forkeppnir í tölti (T1) og slaktaumatölti (T2), og í kvöld verður keppt í 100m flugskeiði.

SKEIFAN

09:00
Tölt T2 ungmenni
Tölt T2 meistaraflokkur

12:00 Hlé

12:20
Tölt T1 ungmenni

15:00
Tölt T1 meistaraflokkur knapar 1-24

17:30 Hlé

17:45
Tölt T1 opinn meistaraflokkur knapar 25-58

21:00
100m skeið

HATTAVALLAVÖLLUR

09:00
Tölt T2 unglingar

11:00 Hlé

11:15
Tölt T1 börn

14:00 Hlé

14:30
Tölt T1 unglingar knapar 1-36

17:30 Hlé

18:00
Tölt T1 unglingar knapar 37-54

 

Það hafa nú þegar verið krýndir fimm Íslandsmeistarar á fyrstu tveimur dögunum, í fimi A og A2, 150m skeiði og 250m skeiði.

Fimi A2 Ungmennaflokkur
Keppandi / Aðaleinkunn / Hestur / Hestamannafélag
1. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir 5.80 Óðinn frá Hvítárholti Hörður
2. Thelma Dögg Harðardóttir 5.57 Albína frá Möðrufelli Sörli
3. Ewelina Soswa 2.87 Kleina frá Hólakoti Máni

Fimi A Unglingaflokkur
Keppandi / Aðaleinkunn / Hestur / Hestamannafélag
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir  6.37 Hlekkur frá Lækjamóti Stígandi
2. Annabella R Sigurðardóttir 6.36 Glettingur frá Holtsmúla 1 Sörli
3. Harpa Sigríður Bjarnadóttir 6.13 Sváfnir frá Miðsitju Hörður
4. Birta Ingadóttir 5.93 Freyr frá Langholti II Fákur
5. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 5.83 Búi frá Nýjabæ Fákur

Fimi A Barnaflokkur
Keppandi / Aðaleinkunn / Hestur / Hestamannafélag
1. Katla Sif Snorradóttir  6.07 Kubbur frá Læk Sörli
2. Glódís Rún Sigurðardóttir 5.80 Kamban frá Húsavík Ljúfur
3. Védís Huld Sigurðardóttir  4.90 Frigg frá Leirulæk Ljúfur
4. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir 4.73 Hjaltalín frá Oddhóli Fákur
5. Selma María Jónsdóttir 4.10 Skrautlist frá Akureyri Fákur

Niðurstöður og úrslit úr 250m skeiði:
Keppandi / Hestur / Tími
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Andri frá Lynghaga 21,91
2 Sigurður Óli Kristinsson Snælda frá Laugabóli 22,24
3 Bjarni Bjarnason Hera frá Þóroddsstöðum 22,27
4 Teitur Árnason Tumi frá Borgarhóli 22,36
5 Guðmundur Björgvinsson Gjálp frá Ytra-Dalsgerði 22,52

Niðurstöður og úrslit úr 150m skeiði:
Keppandi / Hestur / Tími
1 Sigurbjörn Bárðarson Óðinn frá Búðardal 14,38
2 Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki 14,68
3 Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi 14,71
4 Tómas Örn Snorrason Ör frá Eyri 14,87
5 Reynir Örn Pálmason Skemill frá Dalvík 15,04