Framkvæmdir á Hólum ganga vel

 

Þriðjudaginn 1. september voru framkvæmdir á Hólum í Hjaltadal kynntar fyrir stjórn LH, stjórn LM, mannvirkjanefnd LH og fleiri aðilum sem koma að skipulagi Landsmóts hestamanna 2016. Framkvæmdir eru komnar vel á veg, framkvæmdum við áhorfendabrekkur er að ljúka, vegagerð í kringum tjaldstæði stendur yfir og vinna við ofaníburð á keppnisvöllum er að hefjast.

Laugardaginn 26. september, þegar stóðréttir fara fram í Laufskálarétt, mun Landsmót hestamanna bjóða heim að Hólum og kynna nýja mótssvæðið. Við mælum eindregið með að fólk geri sér ferð heim að Hólum þegar stóðréttinni lýkur til að skoða svæðið með eigin augum.

Fleiri myndir er hægt að sjá á facebooksíðu Landsmóts hestamanna