FEIF ungir leiðtogar - námskeið

FEIF og sænska Íslandshestasambandið munu halda leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára helgina 28.-30. október 2016 í nágrenni Stokkhólms.

Unga fólkið er leiðtogar framtíðarinnar og vill FEIF hvetja það áfram. Með það að leiðarljósi er æskulýðsnefnd FEIF að setja saman röð námskeiða þar sem verða þróaðar og kenndar leiðir til að æfa leiðtogahæfni í samskiptum við bæði hesta og menn. Hvernig byggi ég upp lið? Hver er munurinn á því að vinna saman sem lið og samstarfi? Hvernig á ég að eiga samskipti á efsta stigi?

Aðalgestafyrirlesari (auk fleiri góðra) verður hestamaðurinn og sérfræðingurinn í samskiptum og miðlun, Perry Wood (www.perry-wood.com).

Námskeiðið er bæði verklegt og fræðilegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda verður 30.

Aldurshópur: 18-26 ára
Skráning: Þátttakendur verða að skrá sig í gegnum æskulýðsfulltrúa í sínu landi eða skrifstofur síns landssambands. Skrá þarf fyrir 18. júlí 2016.
Skipulag og framkvæmd: Æskulýðsleiðtogi FEIF ásamt Jannike Bergkvist, æskulýðsleiðtoga SIF í Svíþjóð.
Staðsetning: Wenngarn, ca. 15 km frá Arlanda flugvelli (www.wenngarn.se)
Dagskrá: Námskeiðið hefst um kl. 16:00 föstudaginnn 28. október og lýkur um kl. 15:00 sunnudaginn 30. október. Nánari dagskrá verður tilbúin í lok maí.
Gisting: Wenngarn er kastali og sveitasetur með frábærri aðstöðu og ýmis konar gistimöguleikum. Gistingin er forbókuð og er inní heildarkostnaði námskeiðsins.
Kostnaður: Þátttakendur greiða €170 (ca. 24.000 ISK) í námskeiðsgjald sem er fæði, gisting og námskeiðsgjald. Enginn ferðakostnaður innifalinn.

Drög að dagskrá

  • Föstudagur
      • 16:00   Gestir mæta
      • 19:00   Kvöldsnarl
      • 20:00   Uppbygging liðs
  • Laugardagur
      • 08:00   Morgunverður
      • 09:00   Fyrirlestur
      • 10:00   Verkleg þjálfun
      • 12:00   Hádegisverður
      • 13:00   Fyrirlestur
      • 14:00   Verkleg þjálfun
      • 15:30   Kaffihlé
      • 16:30   Fyrirlestur
      • 17:30   Verkleg þjálfun
      • 19:00   Kvöldverður
  • Sunnudagur
      • 08:30   Morgunverður
      • 09:30   Fyrirlestur
      • 11:00   Kaffihlé
      • 12:00   Fyrirlestur
      • 13:00   Hádegisverður
      • 14:00   Umræður og mat á námskeiði
      • 15:00   Lok námskeiðs

Greiðslur: Námskeiðsgjaldið skal greiða inná reikning FEIF fyrirfram og athugið að skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist inná þennan reikning:

Susanne Fröhlich, FEIF Office
Easy Bank
BIC: EASYATW1
IBAN: AT581420020010480133

Sjáumst í Svíþjóð,
Gundula Sharman & Jannike Bergkvist
21. apríl 2016