Stóðhestavelta landsliðsins

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum fyrstu 10 stóðhestana til leiks:

Þráinn frá Flagbjarnarholti 8,95
Þráinn hefur hlotið 8,95 í aðaleinkunn kynbótadóms og er það annar hæsti kynbótadómur sögunnar. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,70 og fyrir hæfileika 9,11. Þráinn er þegar farinn að sanna sig sem kynbótahestur og voru þrjár hryssur undan honum í efstu sætum í 4ra vetra flokki á Landsmóti 2022. Myndband af Þráni 

Rauðskeggur frá Kjarnholtum 8,87
Rauðskeggur frá Kjarnholtum hefur hlotið í kynbótadómi 8,76 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa, og 8,92 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja, og 9 fyrir tölt, greitt stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Rauðskegg

Atli frá Efri-Fitjum 8,54
Atli frá Efri-Fitjum er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,48 fyrir byggingu og 8,58 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og samstarfsvilja. 
Myndband af Atla

Skýr frá Skálakoti 8,70
Skýr frá Skálakoti hlaut Sleipnisbikarinn á landssýningu kynbótahrossa 2020 þar sem hann stóð efstur hesta sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skýr hefur átt farsælan keppnisferil fimmgangi og A-flokki. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Myndband af Skýr

Pensill frá Hvolsvelli 8,51
Pensill frá Hvolsvelli hefur hlotið 8,90 fyrir byggingu og 8,29 fyrir hæfileika, 9,5 fyrir bak og lend, samræmi og prúðleika, 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, tölt, brokk og fegurð í reið. Myndband af Pensli

Sproti frá Vesturkoti 8,21
Sproti frá Vesturkoti hlaut fyrstu verðlaun í kynbótadómi fimm vetra gamall. Sproti er undan sömu hryssu og Spuni frá Vesturkoti og feður þeirra eru albræður. Sproti hefur átt velgengni að fagna í fimmgangi í yngri flokkum. 

Már frá Votumýri 8,48
Már frá Votumýri er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,71 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir samræmi og 8,36 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið. Myndband af Má

Dagfari frá Álfhólum
Dagfari frá Álfhólum hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og  9,0 fyrir tölt og stökk. Myndband af Dagfara

Hylur frá Flagbjarnarholti 8,54
Hylur  hlaut hæsta byggingadóm sem gefinn hefur verið í heiminum, 9,09, þar af 9,5 fyrir samræmi, fótagerð og prúðleika. Hann hefur einnig hlotið frábæran hæfileikadóm, þar af 9 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Hyl

Álfaskeggur frá Kjarnholtum 8,20
Álfaskeggur frá Kjarnholtum hefur hlotið í kynbótadómi 8,53 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir vilja og geðslag og fet og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Myndband af Álfaskegg