Endurmenntun Landbúnaðar- háskóla Íslands

Endurmenntun Landbúnaðar- háskóla Íslands sendir góða kveðju um gleðilegt ár með þökkum fyrir samstarfið og samverustundirnar á liðnum árum! Við minnum á námskeiðin okkar sem nú fara að hefjast hvert af öðru innan allra fagsviða skólans, sjá www.lbhi.is undir Stök námskeið. Endurmenntun Landbúnaðar- háskóla Íslands sendir góða kveðju um gleðilegt ár með þökkum fyrir samstarfið og samverustundirnar á liðnum árum! Við minnum á námskeiðin okkar sem nú fara að hefjast hvert af öðru innan allra fagsviða skólans, sjá www.lbhi.is undir Stök námskeið.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands sendir góða kveðju um gleðilegt ár með þökkum fyrir samstarfið og samverustundirnar á liðnum árum!

Við minnum á námskeiðin okkar sem fara hefjast hvert af öðru innan allra fagsviða skólans, sjá www.lbhi.is undir Stök námskeið.

Járninganámskeið II - fyrir lengra komna verður haldið í Búðardal laugardaginn 17. janúar!

Landbúnaðaháskóli Íslands, í samstarfi við Járningamannafélag Íslands og Hrossaræktarsamband Dalamanna, býður upp á járninganámskeið fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á járningum.

Námskeiðinu er ætlað að styrkja faglegan grunn nemenda á járningum. Farið verður ítarlega í grunnþætti, svo sem líffærafræði hófsins og neðri hluta fótar og hvernig sú þekking nýtist við járningar. Við þá kennslu verður hófur og neðri hluti fótar krufinn og sýnt hvernig þessir líkamshlutar eru uppbyggðir. Einnig verður farið yfir notkun á hóffylliefnum og efnum til hófviðgerða.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og sýnikennslu.

Leiðbeinandi: Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.

Staður og stund: lau. 17. jan. kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustundir) í Búðardal

Verð: 13.000 kr Minnum á Starfsmenntasjóð bænda - rafræn eyðublöð á www.bondi.is

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Skráningafrestur til 9. janúar!

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3000 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Athugið einnig námskeið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands:

  • Hæfileikar hrossa í Ölfushöllinni
  • Bygging hrossa í ölfushöllinni

Með kveðju

 

Ásdís Helga Bjarnadóttir

Endurmenntun LbhÍ / Projectmanager of Continuing Education

Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland

tel: 433 5000e-mail: asdish@lbhi.is

www.lbhi.is – ,,Stök námskeið”