Endanleg dagskrá Landsmóts

Mótstjórn LM 2008 hefur nú yfirfarið endanlega dagskrá keppnishluta og gert smávægilegar breytingar á henni eftir að úrslit frá úrtökumótum lágu fyrir. Nánari tímasetningar skemmtiatriða og afþreyingardagskrá barna verður birt innan skamms. Það ber þó að taka fram að alltaf þarf að taka dagskrá á svo viðamiklum viðburði með fyrirvara en mótshaldarar munu leggja sig í líma við að tímasetningar standist í hvívetna.Mótstjórn LM 2008 hefur nú yfirfarið endanlega dagskrá keppnishluta og gert smávægilegar breytingar á henni eftir að úrslit frá úrtökumótum lágu fyrir. Nánari tímasetningar skemmtiatriða og afþreyingardagskrá barna verður birt innan skamms. Það ber þó að taka fram að alltaf þarf að taka dagskrá á svo viðamiklum viðburði með fyrirvara en mótshaldarar munu leggja sig í líma við að tímasetningar standist í hvívetna.

Mótstjórn LM 2008 hefur nú yfirfarið endanlega dagskrá keppnishluta og gert smávægilegar breytingar á henni eftir að úrslit frá úrtökumótum lágu fyrir. Dagskrá keppnishluta ásamt því sem í boði verður í skemmtidagskrá og í Húsasmiðjugarði er að finna hér á heimasíðunni undir slóðinni: 

http://www.landsmot.is/index.php?pid=12 

 

Nánari tímasetningar skemmtiatriða og afþreyingardagskrá barna verður birt innan skamms.  Það ber þó að taka fram að alltaf þarf að taka dagskrá á svo viðamiklum viðburði með fyrirvara en mótshaldarar munu leggja sig í líma við að tímasetningar standist í hvívetna.

 

Mótsvæðið á Gaddstaðaflötum er að taka á sig glæsilega mynd og her manna starfar nú að því að ljúka framkvæmdum og fínpússningum á svæðinu.  Verið er að leggja ljósleiðara á svæðið til að tryggja að tengingar verði í sem bestu lagi og senn líður að því að mótshaldarar fari að slá upp veitingatjöldum og stúkum.  Allar framkvæmdir eru á áætlun og verður svæðið og Rangárhöllin formlega afhent mótstjórn nk. mánudag 23. júní.  Framundan er stórbrotin fjölskylduhátíð hestamanna og lofa mótshaldarar að 18. Landsmót hestamanna verði hið glæsilegasta í alla staði.