DRÖG AÐ DAGSKRÁ LM2016

 

Drög að dagskrá fyrir gæðingakeppni og kynbótasýningar á Landsmótinu á Hólum  2016 eru nú aðgengileg á heimasíðu mótsins, landsmot.is. 

Mikil vinna liggur að bak við þessi drög, fundað hefur verið með fjölda hagsmunaaðila um land allt og margar hugmyndir hafa verið skoðaðar. 

Helstu nýungar í dagskránni eru þær að glæsilegri keppnisdagskrá mun ljúka á laugardagskvöldi en þess í stað verður sunnudagurinn nýttur fyrir ýmiskonar aðra spennandi hestatengda afþreyingu sem kynnt verður fljótlega.  Komið er til móts við þá sem hafa viljað fækka hrossum á mótinu með það fyrir augum að létta dagskrána.  Megin áherslan í skipulagi dagskrárinnar er auðvitað fyrsta flokks keppni gæðinga og kynbótahrossa við frábærar aðstæður, en Landsmót er líka mannamót og því verður tími til að setjast yfir kaffibolla og ræða málin og auðvitað verður tónlist og önnur afþreying líka á sínum stað, auk fjölbreyttrar fjölskyldudagskrár.  Þá verður lögð áhersla á að skapa góðan vettvang fyrir íslenska hrossaræktendur til að kynna sína starfsemi.

Tekið skal fram að hér er um drög að ræða sem geta tekið breytingum á næstu mánuðum.

Dagskráin í pdf formi