Breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar slegið á frest

Dómarafélögin HÍDÍ og GDLH hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar sem taka áttu gildi í sumar og telja að heimildir skorti fyrir slíkum breytingum og að ekki hafi verið haft nægjanlegt samráð um breytinguna.

Hefur stjórn LH fallist á þessi sjónarmið að hluta og tekið ákvörðun um að breytingum sem snúa að greiðslu dómarakostnaðar verði slegið á frest og að sest verði yfir málið að loknu keppnistímabili sumarsins enda ekki heppilegt að uppi sé óvissa um stöðu þessara mála í upphafi keppnistímabils.

Með breyttu fyrirkomulagi stóð til að ná fram jöfnun ferðakostnaðar á milli félaga en hávært ákall hefur verið um það frá hestamannafélögunum í landinu. Í ár mun því ekki vera um að ræða möguleika á jöfnun ferðakostnaðar en stefnt verður að því að finna leiðir til þess þegar farið verður í heildar endurskoðun á dómaramálum sambandsins.