Alþjóðleg menntaráðstefna LH

Pallborðsumræður á menntaráðstefnu LH
Pallborðsumræður á menntaráðstefnu LH

Alþjóðleg menntaráðstefna LH var haldin fimm þriðjudagskvöld í október og nóvember. Ráðstefnan var skiplögð af menntanefnd LH og gildir til símenntunar fyrir þjálfara og reiðkennara FEIF.

Ráðstefnan var haldin í fjarfundi og sóttu hana um 290 manns úr öllum heimshornum. Fyrirlesarar voru með þeim fremstu í heiminum á sínu sviði, vísindamenn og reiðkennarar og endaði ráðstefnan með pallborðsumræðum þar sem Anton Páll Níelsson, Árni Björn Pálsson, Olil Amble, Rune Svendsen og Silke Feuchthofen skiptust á skoðunum. Markmið ráðstefnunnar var að geta tekið upplýsta afstöðu til reiðmennsku og líkamsbeitingar hestsins. Meðfram ráðstefnunni var lokaður facebook hópur þar sem þátttakendur gátu rætt málin og spurt fyrirlesarana spurninga.  

Fyrirlesarar voru:

  • Dr. Hilary Clayton frá Bandaríkjunum, fjallaði um hreyfifræði og samband knapa, búnaðar og hests ofl.
  • Víkingur Gunnarsson, lektor við hestafræðideild Háskólans á Hólum og kynbótadómari, fjallaði m.a. um mat á líkamsbeitingu hests og gæði gangtegunda.
  • Dr. Andrew McLean frá Ástralíku, fjallaði m.a. um félagshegðun og andlega líðan hesta.
  • Anja Beran frá Þýskalandi fjallaði m.a. um greiningu á hreyfingu, jafnvægi og líkamsbeitingu hesta.

LH þakkar öllum sem stóðu að þessari metnaðarfullu ráðstefnu fyrir þeirra framlag.