Viðburður á vegum LH á HM-helginni

Þrátt fyrir slæmar fréttir um að HM hafi verið aflýst mun afreks- og landsliðsstarf LH halda áfram af fullum krafti.

Allra sterkustu verður haldið 1. maí og í tengslum við þann viðburð verður stóðhestavelta landsliðsins með um 100 frábærum tollum í pottinum.  Við treystum á stuðning hestamanna og hestaunnenda áfram sem hingað til.

Verkefni landsliðsins halda áfram samkvæmt áætlun sem gefin var út fyrir árið með fyrirlestrum, sýnikennslu og fleiru.

LH og landsliðsnefnd eru með í bígerð skemmtilegan viðburð helgina sem Heimsmeistarmótið hefði átt að vera í byrjun ágúst og verður það kynnt nánar fljótlega.

Áfram Ísland!

Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar og Guðni Halldórsson formaður LH.