Afrekshópur - laus pláss í hópinn

Tilgangur verkefnissins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri ísl landsliðsins.

Fyrirkomulag uppbyggingarinnar 2016 er eftirfarandi:
• 20. – 22. mars - Æfingadagar með reiðkennurum, dómurum og fyrirlesurum
• Maí - þátttaka í móti og yfirferð yfir sýningar með dómurum. Reiðkennari stýrir.
• Sept - okt æfingahelgi og uppskeruhátíð. Farið verður yfir keppnistímabilið og framhaldið metið.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 17-21 árs, þ.e. knapar á síðasta ári í unglingaflokki + ungmennaflokkur.
Einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja upp keppnishestinn sinn á markvissan hátt.

Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og lýsing á keppnisárangri undanfarin tvö keppnisár. Umsóknarfrestur er til og með 20 okt 2016 og skulu umsóknir berast á netfangið austurkot@austurkot.is fyrir þann tíma.

Páll Bragi veitir nánari upplýsingar um hópinn.

Næsta námskeið hjá afrekshópnum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 28.-30. október 2016. Mæting verður föstudaginn 28. október.

Nú eru laus pláss og við getum tekið við allt að 5 nýjum knöpum sem geta byrjað núna og haldið svo áfram á næsta ári.

Með kveðju Páll Bragi.