• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Hádegisfyrirlestur - þróun kappreiða

24.04.2024
Útbreiðslu og nýliðunarnefnd stendur býður upp á hádegisfyrirlestra á Teams um ýmislegt áhugavert og fræðandi í tenglsum við hestamennsku. Fyrirlestrarnir eru stuttir eða um 30 -45 mínútur. Gefinn er kostur á spurningum á þeim loknum. Aðgangur er ókeypis.

Enn tækifæri til að sækja um Youth Cup

22.04.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Dómur í máli Jóhanns R. Skúlasonar gegn LH

08.04.2024
Með dómi Áfrýjunardómsstóls ÍSÍ þann 5. apríl 2024 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd LH hafi verið óheimilt að vísa landsliðsmanninum Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðshópi Íslands, þann 31. október 2021. Niðurstaða dómstólsins byggir á þeirri forsendu að brottvísunin hafi ekki verið heimil á grundvelli þeirrar lagagreinar íþróttalaga og laga ÍSÍ sem vísað var til í yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar sama dag.

,,Hörku vinna að vera atvinnumaður"

08.04.2024
Jóhanna Margrét eða Hanna Magga eins og hún er alltaf kölluð hefur verið í röð fremstu knapa um árabil. Hún átti stórglæsilegt ár í fyrra þegar þegar hún varð heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum á Bárði frá Melabergi og í öðru sæti í fjórgang. Auk þess að verða þrefaldur Íslandsmeistari og Reykjarvíkur meistari. Hanna Magga hefur vakið eftirtekt fyrir fallega reiðmennsku og hefur hlotið FT fjöðrina nokkrum sinnum sem undirstrikar léttleikann, samspilið og útgeislunina sem einkennir reiðmennsku hennar.
Styrkja LH

Vefverslun

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru