Allra sterkustu

"Allra sterkustu" er árlegt töltmót landsliðsnefndar LH. Mótið hefur síðustu ár verið haldið í Samskipahöllini í Spretti, Kópavogi. Þetta er helsta fjáröflunarverkefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum á hverju ári og leggur hreinlega grunninn að starfi og undirbúningi liðsins fyrir NM og HM. 

Samstarfsaðilum LH gefst á mótinu kostur á að kynna sína starfsemi og koma auglýsingum í skrá mótsins. Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir allt starfið og íþróttina og yfirleitt hefur mótið ratað í sjónvarpsfréttirnar á RÚV og stundum hefur verið gerður þáttur um mótið sem hefur svo verið sendur út við gott tækifæri. Allt er þetta hugsað íþróttinni til uppdráttar. 

Allra sterkustu töltarar landsins mætast laugardaginn 20.apríl 2019. 

Veglegt happadrætti í hátt á aðra milljón. 1000kr miðinn en allur ágóði rennur til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

Húsið opnar kl.18:00, 3500kr inn. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Takið daginn frá, styrkið landsliðið og njótið þess að fylgjast með sterkustu tölturum landsins etja kappi.