FEIF Youth Cup & Camp

FEIF Youth Cup 2018

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um.

Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið og mun æskulýðsnefnd LH fara yfir allar umsóknir sem berast skrifstofunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars 2018.

Fylltu út umsóknareyðublaðið og ýta á senda :) Ath að allt sem er stjörnumerkt þarf að fylla út og setja mynd í viðhengi.

Það fylgir þessu skemmtilega ævintýri óneitanlega töluverður kostnaður en krakkarnir sem farið hafa út fyrir Íslands hönd á FEIF Youth Cup síðustu árin, hafa verið gríðarlega dugleg að sækja um styrki til ýmissa aðila, t.d. fyrirtækja, hestamannafélaganna sinna og fleiri velviljaðra aðila. Þannig er hægt að safna upp í ferðina eins og flest börn í íþróttum þurfa að gera, á ýmsan máta með dugnaði, metnaði og hugmyndaflugi!

Alls má gera ráð fyrir kostnaði pr. þátttakanda um kr. 160.000 -170.000.-

Þessi upphæð er  fyrir utan kostnað við hesta, t.d. ef leigja þarf hesta fyrir þátttakendur.

Ef ykkur vantar nánari upplýsingar endilega sendið póst á lh@lhhestar.is

FEIF Youth Cup

Hér má sjá hvar Cupinn hefur verið haldinn frá byrjun:

 • 1995 Luxembourg
 • 1996 Norway
 • 1998 Iceland
 • 2000 Germany
 • 2002 Sweden
 • 2004 The Netherlands
 • 2006 Austria
 • 2008 Switzerland
 • 2010 Denmark
 • 2012 Germany
 • 2014 Iceland 
 • 2016 Holland

Eins og sjá má á þessum lista, hefur mótið tvisvar verið haldið á Íslandi og það var árin 1998 á Hellu og 2014 að Hólum í Hjaltadal. 

FEIF Youth Camp

FEIF Youth Camp var fyrsti æskulýðsviðburðurinn skipulagður af FEIF og byrjaði á því að haldin var "Alþjóðleg æskulýðsvika" í Hollandi árið 1986. Árið 1988 hélt svo Þýskaland svo fyrsta FEIF Youth Camp-inn og hefur hann verið haldinn annað hvert ár síðan þá. 

Markmið FEIF Youth Camp er að stefna saman á einn stað, ungu hestafólki frá sem flestum löngum FEIF. Allir deila áhuga sínum á hestamennsku og læra eitthvað um samfélag og menningu íslenska hestsins í því landi sem mótið er haldið. Til að taka þátt í Youth Camp er ekki nauðsynlegt að eiga eða koma með hest en þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af íslenska hestinum og auðvitað mikinn áhuga. Youth Camp er ein vika, full af fjölbreyttri afþreyingu, með og án hesta. Í gegnum árin hefur verið farið í fjallgöngur og stunduð ýmis útivist, handverk búið til og jafnvel farið í polo kennslu á íslenskum hestum. Ætlast er til að þátttakendur taki þátt í öllum viðburðum og dagskrárliðum mótsins. 

Markmiðið með æskulýðsstarfi FEIF er að vekja athygli á mismunandi menningu landanna í kringum íslenska hestinn, leggja áherslu á íþróttamannslega framkomu við aðra og hestinn og rækta í hvívetna alþjóðlega vináttu fólks sem íslenski hesturinn kallar saman.

Gestalönd FEIF Youth Camp:

1986 - Holland
1988 - Þýskaland
1990 - Sviss
1992 - Ísland
1994 - Stóra Bretland
1996 - Finnland
1997 - Austurríki
1999 - Danmörk
2001 - Kanada
2003 - Sviss
2005 - Ísland
2007 - Svíþjóð
2009 - Bandaríkin
2011 - Stóra Bretland
2013 - Noregur
2015 - Þýskaland
2017 - Belgía

Eins og sjá má á þessum lista, hefur mótið tvisvar verið haldið á Íslandi og það var árin 1992 og 2005. 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu LH í síma 514 4030 eða í gegnum tölvupóst á netfangið hilda@lhhestar.is