Fréttir

Landsþing fært til 27. – 28. nóvember

62. landsþing Landssambands hestamannafélaga sem áður var boðað 16.-17. október hefur verið fært til 27.-28. nóvember 2020. Þetta er gert vegna uppgangs Covid19 veirunnar í samfélaginu. Frestur til formanns- og stjórnarframboðs sem áður var 2. október framlengist til 13. nóvember og frestur til að leggja fram málefni til umræðu sem áður var 18. september framlengist til 30. október. Tekið skal fram að þau framboð og þær tillögur sem þegar hafa borist eru í fullu gildi.

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Á fundi stjórnar LH þann 28. september, var ákveðið að Landsmót hestamanna 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Gengið verður til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 2. október.

Stöndum saman hestamenn

Í baráttunni við Covid19 faraldurinn höfum við í stjórn LH þurft að taka ákvarðanir sem gott hefði verið að vera laus við. Ákvarðanirnar höfum við tekið með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Við frestuðum landsmótinu sem halda átti 2020 aftur til 2022. Við ákváðum, í ljósi aðstæðna, að halda ekki Íslandsmótið sem vera átti í ágúst.

Áningar á hestferðalögum.

Þegar ferðast er á hestum um landið er nauðsynlegt að vita hvar skálar og áningarhólf eru staðsett

Námskeið í TREC og að halda TREC mót

Námskeið í TREC verður haldið þriðjudaginn 22.september kl 18-21, í sal E á 3. hæð, íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Áhorfendabanni á íþróttaviðburðum aflétt

Sóttvarnaryfirvöld hafa í dag, 29. ágúst, veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki á svæðinu.

Landsþing 2020 fært til Reykjavíkur

Stjórnir Hestamannafélagsins Skagfirðings og Landssambands hestamannafélaga hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að Landsþing LH 2020 verði haldið af LH í Laugardalshöll í Reykjavík en landsþing LH 2022 verði haldið í Skagafirði.

Uppfærðar sóttvarnarreglur LH

Auglýsing heilbrigðisráðherra frá 25. ágúst tók gildi á miðnætti og gildir til 23.59 þann 10. september, sjá hér. Það sem snýr að íþróttastarfinu er óbreytt, þ.e.a.s. iðkun íþrótta er heimil svo framarlega sem viðkomandi sérsamband hafi sett sér reglur um fyrirkomulag æfinga og keppni og áhorfendur eru ekki leyfðir.

Skógarhólar í nýjum búning

Hestamennirnir og húsasmiðirnir Róbert Gunnarsson úr Spretti, Karl Gústaf Davíðsson úr Mána og Kristján Gunnarsson úr Mána tóku að sér verkið og útveguðu til þess þrjá menn til viðbótar þá Eirík Ólafsson, Orra Sigurjónsson og Ivica Buric. Verkið var allt unnið í sjálfboðavinnu sem er ómetanlegt fyrir félagasamtök eins og LH og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Þeir Róbert, Karl og Kristján hafa heimsótt Skógarhóla og riðið um þjóðgarðinn á hverju sumri í árafjöld og hafa því sterkar taugar til staðarins.