┴fangar I og II

Ferðahandbókin Áfangar I og II bindi eru nú aðgengilegar á heimasíðu LH á pdf formi. Þar getur almenningur aflað sér upplýsinga og fróðleik um hinar ýmsu reiðleiðir sem þar er að finna. Í fyrra bindinu sem kom út 1986 nær yfir Árnessýslu, Gullbringusýslu Kjósarsýslu og Borgarfjarðasýslu eru yfir 40 reiðleiðir og leiðarlýsingar, flest allar fornar, og yfirlitskort.
Í síðara bindinu sem kom út 1994 og nær yfir Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu, Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Húnavatnssýslur eru yfir 80 leiðarlýsingar og yfirlitskort.
Kortin sem fylgja leiðarlýsingum til skýringar, innihalda ekki ýmis örnefni sem getið er í leiðarlýsingunum. Frekari upplýsingar um örnefni geta lesendur sótt í kort Landmælinga Íslands í mkv. 1:100.000 eða sérkort af viðkomandi svæðum.
Hafa ber í huga að einhverjar þessara leiða eru ekki á gildandi skipulagi viðkomandi sveitarfélaga, sumar eru aflagðar, þeim breitt eða nýjar komnar. Þannig að þeim má ekki fylgja í blindni heldur skal viðkomandi afla sér upplýsinga hjá kunnugum um þær leiðir sem hann hyggst fylgja. Hver og einn ferðast á sína eigin ábyrgð, en ekki annarra. Landssamband hestamannafélaga, Ferða- og sanmgöngunefnd, er rétthafi Áfangabókanna.
Góða ferð.

Áfangar I

Áfangar II

SvŠ­i