Miðbæjarreiðin fer fram 3. júní

Miðbæjarreið Landssambands Hestamannafélaga og Horses of Iceland verður haldin laugardaginn, 3. júní kl. 15:00 í miðbæ Reykjavíkur. Miðbæjarreiðin er ákaflega skemmtileg hefð sem vekur athygli á því mikilvæga hlutverki sem Íslenski hesturinn hefur í hjörtum okkar Íslendinga.

Vertu með í ljósmyndasamkeppni FEIF og IPZV

FEIF og IPZV hafa staðið fyrir ljósmyndasamkeppni undanfarið ár og verður LH ásamt íslandshestasamtökunum í Ungverjalandi og Kanada samstarfsaðilar keppninnar í ár. Nýja þemað ber heitið Samspil í reið (e. Riding in Harmony) og er skilafrestur á myndum til 14. júní.

Landsmót hestamanna 2028 og 2030

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga til mótshalds á Landsmótum hestamanna árin 2028 og 2030.

Unnur vann Top Reiter Titan hnakkinn

Unnur Sigurþórsdóttir vann Top Reiter Titan hnakk í Happdrættinu á Allra sterkustu. Hnakkurinn var gjöf frá Top Reiter og Lífland. Unnur segir vinninginn koma sér ákaflega vel þar sem hún var einmitt að leita sér að nýjum hnakk. Við óskum henni sem og öllum öðrum vinningshöfum til hamingju og vonum að þeir komi sér vel. Vinningana má nálagst á skrifstofu LH.

Samstarfssamningur milli HorseDay ehf og LH

LH og HorseDay hafa gert með sér samning um að þróa virknina ,,Mót'' innan smáforritsins HorseDay og er því ætlað að koma í stað LH Kappa, með það það fyrir augum að endurbæta verulega útlit og tæknilega virkni. LH Kappi hefur reynst hestamönnum og mótshöldurum vel en kominn var tími á uppfærslu á forritinu. HorseDay hefur verið í miklum vexti síðan það var sett á laggirnar 2020 og er markmiðið að bæta aðgengi að upplýsingum um niðurstöður móta.

Landsmót 2024 haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal

Hestamannafélagið Sprettur hefur óskað eftir heimild til að halda Landsmót 2024 í samstarfi við Hestamannafélagið Fák á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Stjórn LH og stjórn LM ehf. hafa fjallað um málið og hafa samþykkt að verða við ofangreindri beiðni Spretts.

Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins

Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins. Landssamband hestamannafélaga ómetanlegan stuðning stóðhestaeigenda sem gáfu tolla undir gæðingana sína. Einnig færum við öllum þeim sem keyptu miða bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu

Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu. Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá kl 9-15 virka daga gegn framvísun happdrættismiðans. Þeir sem keyptu miða í vefverslun hafa fengið miðana senda í tölvupósti.

Dregið úr stóðhestaveltunni og happdrættinu á föstudaginn

Þá er komið að því dregið verður úr Stóðhestaveltunni og Happdrættinu á föstudaginn, 19. maí. Enn eru fáeinir miðar eftir í Stóðhestaveltuna. LH þakkar stóðhestaeigendum og styrktaraðilum kærlega fyrir að standa við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Þá þökkum við öllum þeim sem keyptu happdrættismiða og miða í stóðhestaveltuna fyrir að styrkja landsliðið okkar og vonum að vinningarnir gleðji.

Tilkynning frá U-21 landsliðsþjálfara

Knapar á aldrinum 16-21 árs og eru að keppa um sæti í U-21 landsliðshópnum og jafnvel þátttöku á HM í sumar eru hvattir til þess að láta vita að sér hjá landsliðsþjálfara U-21 landsliðshópsins eða afreksstjóra LH.