Skráning hafin á Ískaldar töltdívur

Kristín Lárusdóttir og Þokki
Kristín Lárusdóttir og Þokki

Töltmótið "Ískaldar töltdívur" verður haldið í Samskipahöllinni (Spretti) laugardaginn 20. febrúar næstkomandi. Skráningin hófst í morgun og fer vel af stað!

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

  • T1 (Opinn flokkur)
  • T3 (Meira vanar)
  • T7 (Minna vanar)
  • T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Ungmenni geta skráð sig í aðra flokka eftir því hvað þeir treysta sér í.

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við. 

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga! 

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppnir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar. 

Landsliðsnefnd LH