Saga sigrar fjórganginn aftur

Saga Steinþórs sigraði annað árið í röð á Móa.
Saga Steinþórs sigraði annað árið í röð á Móa.

Fyrstu keppni í Equsana mótaröð Áhugamannadeildar Spretts 2018 fór fram fyrir troðfullu húsi í Samskipahöllinni þegar keppt var í fjórgangi.

Kvöldið hófst með setningu deildarinnar þar sem öll lið, þjálfarar og liðseigendur voru kynnt og síðan hófst æsispennandi keppni í frábærri stemmingu.

Úrslitin voru fjölmenn en 9 knapar riðu úrslit þar sem 4 knapar voru jafnir eftir forkeppnina í 6-9 sæti. Eftir harða keppni stóðu þau Saga Steinþórsdóttir og Mói frá Álfhólum úr liði Mustad uppi sem sigurvegarar en þau vörðu titil sinn frá því í fyrra. Þetta er fyrsta parið sem kemur og sigrar tvö ár í röð í Áhugamannadeild Spretts. Í öðru sæti urðu þeir Sigurbjörn Viktorsson og Tenór frá Stóra-Ási og í þriðja sæti þau Kristín Ingólfsdóttir og Garpur frá Miðhúsum. Gaman að segja frá því að þetta var frumraun Garps á keppnisbrautinni og ferilinn byrjar því vel.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Heimahaga.

Hér eru niðurstöður kvöldins frá forkeppninni og úrslitum.

Við minnum svo á næsta mót sem er Byko fimmgangurinn sem verður fimmtudaginn 22 mars kl. 19:00.

A-úrslit
1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,80
2 Sigurbjörn Viktorsson / Tenór frá Stóra-Ási 6,47
3 Kristín Ingólfsdóttir / Garpur frá Miðhúsum 6,43
4 Hannes Brynjar Sigurgeirson / Gammur frá Enni 6,40
5 Jón Steinar Konráðsson / Garpur frá Kálfhóli 2 6,33
6 Þórunn Eggertsdóttir / Harki frá Bjargshóli 6,27
7 Sævar Leifsson / Hamar frá Hafsteinsstöðum 6,23
8-9 Árni Sigfús Birgisson / Herdís frá Lönguhlíð 6,13
8-9 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 6,13

Forkeppni
1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,70
2 Kristín Ingólfsdóttir / Garpur frá Miðhúsum 6,33
3 Hannes Brynjar Sigurgeirson / Gammur frá Enni 6,30
4 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 6,20
5 Sævar Leifsson / Hamar frá Hafsteinsstöðum 6,17
6-9 Sigurbjörn Viktorsson / Tenór frá Stóra-Ási 6,13
6-9 Þórunn Eggertsdóttir / Harki frá Bjargshóli 6,13
6-9 Árni Sigfús Birgisson / Herdís frá Lönguhlíð 6,13
6-9 Jón Steinar Konráðsson / Garpur frá Kálfhóli 2 6,13
10 Arnar Heimir Lárusson / Vökull frá Hólabrekku 6,10
11 Þorvarður Friðbjörnsson / Forni frá Fornusöndum 6,07
12 Erlendur Ari Óskarsson / Flóki frá Flekkudal 6,03
13-14 Birta Ólafsdóttir / Hemra frá Flagveltu 6,00
13-14 Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartartungu 6,00
15 Vilborg Smáradóttir / Grunnur frá Hólavatni 5,97
16 Jón Gísli Þorkelsson / Kría frá Kópavogi 5,93
17 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir / Léttir frá Lindarbæ 5,90
18 Ríkharður Flemming Jensen / Ernir frá Tröð 5,87
19-21 Erla Guðný Gylfadóttir / Stígandi frá Efra-Núpi 5,80
19-21 Oddný Erlendsdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum 5,80
19-21 Fjölnir Þorgeirsson / Þrándur frá Sauðárkróki 5,80
22-25 Jóna Margrét Ragnarsdóttir / Alfreð frá Skör 5,77
22-25 Jenny Elisabet Eriksson / Rosti frá Hæl 5,77
22-25 Hafdís Arna Sigurðardóttir / Bóas frá Húsavík 5,77
22-25 Jón Finnur Hansson / Sól frá Mosfellsbæ 5,77
26-28 Edda Hrund Hinriksdóttir / Þytur frá Efsta-Dal II 5,73
26-28 Sigurður Sigurðsson / Tinni frá Kjartansstöðum 5,73
26-28 Óskar Pétursson / Æska frá Akureyri 5,73
29-31 Arnhildur Halldórsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi 5,70
29-31 Brynja Viðarsdóttir / Barónessa frá Ekru 5,70
29-31 Svanhildur Hall / Fleygur frá Garðakoti 5,70
32 Svandís Lilja Stefánsdóttir / Brjánn frá Eystra-Súlunesi I 5,67
33-34 Halldór Svansson / Frami frá Efri-Þverá 5,60
33-34 Sverrir Sigurðsson / Krummi frá Höfðabakka 5,60
35 Þorvaldur Gíslason / Ás frá Traðarlandi 5,57
36-37 Páll Bjarki Pálsson / Roði frá Syðri-Hofdölum 5,53
36-37 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Tign frá Vöðlum 5,53
38-39 Arnar Bjarnason / Fákur frá Grænhólum 5,47
38-39 Kristinn Skúlason / Rimma frá Litla-Dal 5,47
40-41 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Mirra frá Laugarbökkum 5,43
40-41 Sonja S Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal 5,43
42 Ingimar Jónsson / Birkir frá Fjalli 5,30
43 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Grágás frá Grafarkoti 5,23
44 Guðmundur Jónsson / Máttur frá Miðhúsum 5,17
45 Greta Brimrún Karlsdóttir / Frosti frá Höfðabakka 5,13
46 Sverrir Einarsson / Kraftur frá Votmúla 2 4,90
47 Petra Björk Mogensen / Garpur frá Skúfslæk 4,73
48 Sigurður Freyr Árnason / Kolbakur frá Hólshúsum 4,57