LH í samstarf við VITA Sport

Jóna Dís og Sigurður innsigla samninginn.
Jóna Dís og Sigurður innsigla samninginn.

Landssamband hestamannafélaga hefur um árabil verið í samstarfi við ferðaskrifstofu varðandi ferðir á heimsmeistaramót íslenska hestsins. 

Nú hefur LH gert samning við ferðaskrifstofuna VITA Sport, og var það Sigurður Gunnarsson fyrrum handboltakempa, sem skrifaði undir samninginn fyrir þeirra hönd og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH og nefndarmaður í landsliðsnefnd sambandsins skrifaði undir fyrir hönd LH. Jóna Dís og Bjarnleifur Bjarnleifsson hafa unnið að þessu samstarfi og færir sambandið þeim bestu þakkir fyrir þeirra vinnu. 

Samstarfið kemur báðum aðilum vel, sem og hestamönnum öllum. LH fær ákveðinn hluta af hverri seldri ferð og þannig styður ferðaskrifstofan VITA Sport við landslið Íslands í hestaíþróttum.