Landsliðið mætt til Noregs

Landslið Íslands í hestaíþróttum mættu til Noregs um helgina.
20 knapar og 28 hestar eru í liðinu í ár, 6 af þeim hestum komu beint frá Íslandi í síðustu viku.

Vel var tekið á móti íslenska liðinu á hótelinu og fékk liðsstjórinn heilla óskir við komuna á herbergið.

Dagurinn í dag fer í æfingar og undirbúning, en síðan byrjar keppni á morgun með forkeppni í gæðingakeppni. Þar fara fyrstar í braut af Íslendingunum þær Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Sálm frá Ytra Skörðugili og Glódís Rún Sigurðardóttir á Etnu frá Steinnesi sem keppa í unglingaflokki. 

Nánari upplýsingar um mótið og landsliðið má nálgast hér á síðunni hjá okkur.

Páll Bragi liðsstjóri og Elvar þjálfari liðsins klárir í slaginn