Hestamenn styrkja Rjóðrið

Rjóðrið, hvíldarheimili Landspítalans fyrir langveik börn, fékk í morgun afhenda góða gjöf frá hestamönnum, þegar fulltrúar Hrossaræktar ehf. afhentu ríflega 2,7 milljón króna styrk til Rjóðursins. Það var knapi ársins, Guðmundur Björgvinsson, og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt sem afhendu styrkinn í Rjóðrinu.

Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem fór fram í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar sem haldin var fyrr á árinu, þar sem áhorfendum gafst tækifæri á að kaupa miða í sérstöku stóðhestahappdrætti og bjóða auk þess í folatolla undir flesta af vinsælustu stóðhestum landsins.

Frá árinu 2011 hefur Hrossarækt ehf, með hjálp hestamanna, styrkt þörf málefni um samtals ríflega fjórtán milljónir króna og hefur verið einstaklega ánægjulegt að finna þann hlýhug sem hestafólk um land allt sýnir þeim sem minna mega sín.
Eiga allir þeir sem hafa lagt þessum söfnunum lið, ekki síst þeir stóðhestaeigendur sem hafa gefið folatolla undir hesta sína, miklar þakkir skildar fyrir veittan stuðning.

Það var við hæfi að fá nýkjörinn knapa ársins, Guðmund Björgvinsson, til að afhenda styrkinn, með góðri kveðju frá hestafólki um land allt.

Myndatexti: Knapi ársins, Guðmundur Björgvinsson og Magnús Benediktsson afhenda Guðrúnu Ragnars, forstöðukonu Rjóðursins styrk að upphæð 2.717.000 kr. fyrir hönd hestamanna.