FEIF Youth Cup að hefjast

Dagana 11. - 20. júlí verður haldið alþjóðlegt æskulýðsmót - FEIF YOUTH CUP - hér á Íslandi. Það er í annað sinn sem mótið er haldið hér. Mótið fer fram á Hólum í Hjaltadal. Mótið er haldið af æskulýðsnefnd LH í samstarfi við æskulýðsnefnd FEIF. 78 þátttakendur keppa á mótinu og eru þeir allir frá aðildarlöndum FEIF. Mótið er fyrir unglinga á aldrinum 14 – 17 ára. Ísland sendir 11 þátttakendur til keppni og eru það;

Agnar Ingi Rúnarsson, Annabella R. Sigurðardóttir, Ásdís Brynja Jónsdóttir, Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Ásta Margrét Jónsdóttir, Guðmar Freyr Magnússon, Ólafur Göran Ólafsson Gros, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Viktoría Eik Elvarsdóttir, Vilborg Hrund Jónsdóttir og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir. Fararstjóri með hópnum verður Sóley Margeirsdóttir.

Mótið byrjar föstudaginn 11. júlí á því að þátttakendur mæta á mótsstað með hesta sína. Allir hestar byrja á því að fara í dýralæknaskoðun og verða að vera skráðir í Worldfeng. Laugardagurinn verður notaður í það að prófa hestana, en erlendu þátttakendurnar eru allir á lánshestum. Íslensku þátttakendurnir geta þá æft sína hesta. Þetta fer fram undir eftirliti reiðkennara og aðstoðarmanna. Sama dag er hópnum einnig skipt í 13 alþjóðleg lið þar sem hvert lið er skipað þátttakendum frá mismunandi löndum. Fyrstu þrjá dagana (sunnudag - þriðjudag) eru þau í þjálfun og undirbúningi fyrir keppnina en keppt er eftir reglum Youth Cup sem sjá má í FIPO. Þar má einnig sjá hvaða keppnisgreinar eru í boði. Á miðvikudeginum eru hestar og knapar hvíldir og fer þá allur hópurinn í skemmtiferð um Skagafjörðinn. Síðustu þrjá dagana (fimmtudag - laugardag) fer síðan sjálf keppnin fram, er þá bæði keppt í liða- og einstaklingskeppni.

Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir að koma þegar mótið er hafið en utanaðkomandi er ekki leyft að vera á mótsstað á meðan á þjálfun stendur. Mótinu er slitið á sunnudagsmorgni.

Æskulýðsnefnd LH