Fer­areglur LH

Reglur LH um ferðalög innanlands og utan

1. grein

Íþróttamenn, fararstjórar og þjálfarar, liðstjórar, dómarar og aðrir fulltrúar LH skulu ávallt vera til fyrirmyndar um framkomu alla, bindindissemi, hæversku og reglusemi á leikvangi sem utan, meðan á ferð stendur. Í upphafi ferðar ber fararstjórum og/eða liðstjórum að kynna keppendum og öllum hlutaðeigandi þær agareglur sem gilda í viðkomandi keppnisferða, m.a. varðandi reglur um meðferð áfengis.

Ennfremur ber fararstjóra að kynna keppendum hve víðtækt vald hún hefur til þess að beita refsiviðurlögum meðan á ferð stendur.

2. grein

Æðsta vald meðan á ferð stendur hafa liðstjórar. Liðstjóri skal halda dagbók um ferðina og skila skýrslu til hlutaðeigandi eigi síðar en 15 dögum eftir heimkomu. Íþróttamenn og aðrir flokksmenn skulu einnig hlýða þjálfara og öðrum þeim er liðstjóri kann að fá vald.

3. grein

Liðstjórar skulu hafa vakandi auga með hegðun flokksmanna og gera þeim aðvart ef þeir telja einhverju í framkomu þeirra ábótavant, þar inn í fellur framkoma við hest og umhirða hans og er þeim heimilt að útiloka keppendur frá keppni og/eða sýningu og jafnvel senda þá heim, ef um verulegt brot er að ræða að mati liðstjóra.

Þegar um verulegt brot er að ræða, að mati liðstjóra, getur liðstjóri kært hina brotlegu til Aganefndar LH til úrskurðar.

4. grein

Keppendum er skylt að mæta með hesta þá sem þátt eiga að taka í ferð, til læknisskoðunar á vegum LH og er úrskurður lækna um heilbrigði endanlegur.

5. grein

Óskert skal heimild þess aðila sem að förinni stendur og annarra sem rétt kunnu að hafa til samkvæmt dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ, til refsiaðgerða eftir heimkomu flokks, þótt liðstjóri hafi ekki notað sér heimild 3. greinar.

6. grein

Ferðatilhögun, þ.e. flutningur keppenda og hesta er háð samþykki LH, sjái LH ekki alfarið um ferðir og flutninga.

7. grein

Öllum aðilum sem ferðast til útlanda á vegum LH ber í hvívetna að gæta fyllsta hreinlætis og fylgja sóttvarnarreglum viðvíkjandi fatnaði og reiðbúnaði.

Prentútgáfa hér

SvŠ­i